07.04.2014 12:21

Fræðsluferð Reiðveganefndar

Frétt af sprettarar.is:

Fræðsluferð Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna.
Á fundi Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna þann 20. mars sl.var ákveðið að efna til fræðsluferðar í umdæmi nefndarinnar. Var þeim Ara Sigurðssyni Sóta og Jóhannesi Oddssyni Herði falið að annast undirbúning ferðarinnar. 4. apríl varð fyrir valinu, var miðað við að allt að fimm manns mættu frá hverju félagi.

Fyrir þau sem ekki vita hvað ,,Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna" er þá er það samstarfsnefnd hestamannafélaga á SV svæði landsins. Hestamannafélögin í umdæmi nefndarinnar eru átta, Adam í Kjós, Hörður í Mosfellsbæ, Fákur í Reykjavík, Sprettur í Kópavogi og Garðabæ, Sóti á Álftanesi, Sörli í Hafnarfirði, Brimfaxi í Grindavík og Máni í Reykjanesbæ og Reykjanesi. Baráttumál nefndarinnar er að byggja upp og viðhalda reiðvegum í umdæminu til hagsbóta fyrir hinn almenna hestamann, þeir koma nefnilega ekki til bara svona af sjálfu sér.

Sjá alla fréttina ásamt myndum hér: http://www.sprettarar.is/frettir/315-fraedhsluferdh-reidhveganefndar

Flettingar í dag: 855
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 1751
Gestir í gær: 190
Samtals flettingar: 503123
Samtals gestir: 52020
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 12:22:20