21.04.2015 15:06

Kvennatölt Spretts

Fljóð frá Grindavík sem er ræktuð af og í eigu Styrmis Jóhannssonar varð í 4. sæti í A-úrslitum í byrjendaflokk á Kvennatölti Spretts sem var 18. apríl sl. Knapi hennar var Marie-Josefine Naumann og voru þær í 1.sæti inn í A-úrslit og eftir harða úrslitakeppni urðu þær í 4. sæti sem er frábær árangur hjá nýliðum í keppni.

Brimfaxi átti þrjá fulltrúa á mótinu en Stella Ólafsdóttir og Katrín Eyberg kepptu í byrjendaflokk og Valgerður Valmundsdóttir í Minna vanar flokk og allar stóðu sig vel og sýndu góða sýningu.
Á mótinu mátti sjá fleiri ræktunarnöfn frá Grindavík, en Jóhanna Ólafsdóttir keppti á Heklu frá Grindavík í byrjendaflokk en Hekla er ræktuð af Ólafi R. Sigurðssyni. 

Yfir 150 konur kepptu á kvennatölti Spretts sem er metþáttaka og knapar og ræktendur úr Grindavík létu sig ekki vanta.
Meðfylgjandi mynd er af Valgerði á Pöndru frá Álfhólum á kvennatöltinu og við óskum eftir myndum frá mótinu og þær má senda á [email protected]

Flettingar í dag: 1110
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 1751
Gestir í gær: 190
Samtals flettingar: 503378
Samtals gestir: 52024
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 14:14:18