09.02.2017 23:47

GRÍMUTÖLT 18. FEB

Fyrsta vetrarmót Sóta og Brimfaxa verður Grímutölt sem haldið verður í reiðhöll Brimfaxa laugardaginn 18 febrúar kl. 14:00.

Skráning er hafin og síðasti skráningardagur er fimmtud. 16. feb.

Keppt verður í öllum flokkum.
Verð er 1500 kr. í eldri flokka, 1000 kr. í yngri flokka og frítt í pollaflokka.

Til að skrá sig farið þið inn á http://skraning.sportfengur.com/
Velja næst: Mót
Næst: Veldu hestamannafélag sem heldur mót
Velja: Sóti
Því næst er sett inn kennitala knapa og í næsta glugga velja fyrir hvaða félag þið keppið. (Brimfaxi eða Sóti)
Næst er sett inn IS númer hests og velja líka fyrir hvaða félag hesturinn keppir.
Næst er valið atburð: Vetrarleikar 1 - Grímutölt
Svo er hakað í hvaða flokk á að keppa:
Flokkar: 
- Pollaflokkur 
- Barnaflokkur 
- Unglingaflokkur 
- Ungmennaflokkur 
- Kvennaflokkur (skráðir undir meira vanir - þ.e.a.s. konur þurfa að skrá sig undir þeim lið) 
- Karlaflokkur  - skráðir undir minna vanir  - þurfa að skrá sig þar) 
- 50 ára og eldri - skráðir undir annað 

Þegar er búið að velja flokk er smellt á "setja í körfu"
Að því loknu kemur til hægri á síðunni "ganga frá greiðslu"
Þá kemur annar valmöguleiki sem þú fyllir inn upplýsingar og smellir því næst á áfram
Smella því næst á "samþykkja skilmála" og svo smella á staðfesta.
Síðan þarf að millifæra í gegnum heimabanka, greiðsluupplýsingar koma þar fram og hvert á að senda skráningarstaðfestingu.

Með bestu kveðju
Mótanefnd Sóta og Brimfaxa.

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1751
Gestir í gær: 190
Samtals flettingar: 502786
Samtals gestir: 52002
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 09:11:17