04.03.2014 22:08

Fákasel

Æskulýðsnefnd Brimfaxa stóð fyrir fjölskylduferð í Fákasel að sjá leiksýninguna Legends of Sleipnir.
Fyrir sýningu var kíkt bakvið tjöldin, þar sem við fengum fræðslu um starfsemina hjá Fákaseli og auðvitað var kíkt á hestana sem eru aðalstjörnurnar, eftir frábæra kynningu fengum við okkur öll saman að borða á veitingastaðnum. Leiksýningin var í alla staði frábær og var ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér mjög vel ungir sem aldnir :)
Við viljum þakka þeim í Fákaseli kærlega fyrir okkur.
Fullt af myndum frá ferðinni sem Jóhanna Harðard. tók eru komnar í myndaalbúmið.

Æskulýðsdeild Brimfaxa.

03.03.2014 21:36

Fundur 5 mars

Sælir félagar
Nú á miðvikudaginn 5. mars kl.19.00 ætlum við að hittast í Stakkavík og fara yfir málefni reiðhallarinnar,
einnig ætlum við að ræða ferðina í Ölfushöllina á töltið sem við köllum í dagskránni menningarauka.
Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum í umræðunni.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.

02.03.2014 20:59

Nasamúll fannst

Nasamúll fannst á veginum sem liggur að hesthúsunum, um er að ræða nýjan múl með gylltri rönd. Múllinn er í vörslu formannsins, eigandinn getur haft samband í síma 898-5696 Hilmar.

27.02.2014 17:15

Hestaleikhúsið 28 feb.

Við ætlum að hittast í Fákaseli í Ölfusi kl. 17:00 á morgun.
 
Við fengum tilboð í matinn en þeir sem ætla að borða á veitingastaðnum, vinsamlegast látið vita í kvöld eða strax á morgun í síma 848-0143 eða á netfangið [email protected] svo að vitað er um fjöldann í mat.
 
Tilboðið er svohljóðandi:
 
Barnahamborgari 990 kr.
Ostborgari 1790 kr.
Fákaborgari 2090 kr.
 
Með öllum hamborgurum fylgja franskar.
 
Kveðja, æskulýðsnefnd.

25.02.2014 22:18

Ending frá Stafholti

Ragnar Eðvaldsson sýndi Endingu frá Stafholti fyrir ræktendur/eigendur hennar. Hér má sjá Ragnar og Endingu við verðlaunaafhendinguna.

22.02.2014 20:31

Úrslit folaldasýningar

Úrslit frá folaldasýningu Mána og Brimfaxa má finna á heimasíðu Mána.
 
Merfolaldið Ending frá Stafholti sem er í eigu Palla Jóa og Mundu varð í 1 sæti í merarflokki.
 
Öll önnur úrslit má sjá hér: www.mani.is

17.02.2014 17:50

Hestaleikhús

Æskulýðsnefnd ætlar að efla til fjölskylduferðar föstudaginn 28. febrúar 2014 og fara í Hestagarðinn Fákasel í Ölfusi og skella okkur í hestaleikhús.

Allir Brimfaxafélagar eru velkomnir með :)

Dagskráin er þannig áætluð að við ætlum að skoða okkur um í Fákaseli, síðan ætlum við að fá okkur að borða á veitingastaðnum og horfa svo á leiksýninguna.

Þeir sem hafa áhuga á að fara eru beðnir um að skrá sig fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar í síma 848-0143 eða senda póst á netfangið [email protected]

Frítt fyrir börn undir 12 ára.


Leiksýningin byrjar kl. 19:00 og við áætlum að fara af stað um 15:30 - 16:00, en það verður auglýst nánar síðar.

Kveðja
Æskulýðsnefnd.

10.02.2014 20:40

Folaldasýning Mána og Brimfaxa

Sameiginleg folaldasýning Mána og Brimfaxa verður haldin í reiðhöllinni á Mánagrund föstudaginn 14. febrúar kl 18.

Koma þarf fram við skráningu nafn á folaldi,litur, nafn móður og föður.

Skráningargjald 2000 kr. á folald.

Skráning sendist á [email protected] eða í síma 863-6222.

Dómari verður Guðlaugur Antonsson hrossaræktaráðanautur.

Folaldseigendur þurfa að koma með folöldin í höllina eigi síðar en kl 17:45.

Eftir verðlauna afhendingu verður léttur þjóðlegur matur og létt spjall með Guðlaugi.
Verð í matinn verður 1500 kr.

Vinsamlegast skráið ykkur í matinn í ofangreint email eða síma 863-6222 til að áætla matarinnkaupin :)

Nánari upplýsingar  gefur Þórir í síma 848-6973.

07.02.2014 11:40

Kilja í meistaradeild



Jakob Svavar Sigurðsson mætti með Kilju frá Grindavík í gæðingafimi meistaradeildar 2014 í hestaíþróttum sem fór fram í gær (6 feb.) í Ölfushöllinni og urðu þau í 10. sæti.
10 efstu sætin voru verðlaunasæti en 5 efstu kepptu til úrslita.
Kilja er ræktuð af og í eigu Hermanns Th. Ólafssonar.

05.02.2014 11:58

Framhaldsaðalfundurinn



Myndir frá framhaldsaðalfundinum eru komnar í myndaalbúmið.

03.02.2014 07:56

Krakkaspjall myndir



Myndir frá krakkaspjalli eru komnar í myndaalbúmið.

01.02.2014 23:11

Hugmyndir


Krakkarnir voru hugmyndaríkir á krakkaspjalli Brimfaxa og hugmyndir þeirra um starfsemi hjá Brimfaxa skrifuð á blað sem má sjá á myndinni hér að ofan, en tillögurnar frá krökkunum voru:
*Skemmtikvöld, bíókvöld, hestaleikhús, dýragarður, fræðslukvöld, reiðtúr, smalakeppni, námskeið, sundferð, hestadag, sýningu, selja Brimfaxadót, bingó, óvissuferð, sjoppu.
Myndir frá kvöldinu koma fljótlega :)

31.01.2014 20:17

Reiðhallarvinna á morgun.

Heil og sæl.
Við ætlum að mæta kl. 10.00 í höllina á morgun og byrja að stilla upp mótunum fyrir veggina, þá er gott að vera vel mannaðir.
Allir geta gert eitthvað og svo er félagsskapurinn alltaf góður.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.

30.01.2014 21:58

Krakkaspjallið á morgun


Á morgun föstudaginn 31.jan. kl: 18:00 verður krakkaspjallið í reiðhöllinni hennar Mundu okkar.
Verð fyrir hvern. krakka er 300 kr. fyrir pizzu og 500 kr. fyrir fullorðna.
 
Kveðja
Æskulýðsnefnd.
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 533
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 485786
Samtals gestir: 49787
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 22:48:34